Keypt voru 38 ný rúm í hús og var mikið um að vera að koma þeim saman og upp á hæðir. Spurning hvort að fólk náist fram úr eftir að sofa í nýju rúmunum. 😉

Við héldum upp á öskudaginn með höttum á höfði og mikill stæll á fólki. Tekinn var leikþáttur um Rauðhettu og úlfinn. Svo komu félagar úr Raddbandafélagi Reykjavíkur og tóku nokkur lög fyrir okkur. Hér koma nokkrar myndir af deginum...

Það er búið að vera nóg að gera núna í janúar í Iðjuþjálfun og félagsstarfinu. Söngur, Dans, bíó, bingó, spurt og svarað og vöfflubakstur á 6. hæð. Einnig hefur verið mikið brallað í vinnustofunni.

Við héldum aðventuhátíð fimmtudaginn 6. desember. Sr. Sigurður Jónsson flutti ávarp. Svo söng Regína Ósk söng nokkur lög undir gítarleik eiginmanns síns, sigursveins. Við áttum góða stund saman.