Þann 7. júlí höfðum við söngstundina, sem annars hefði verið inni í sal, úti við. En það  viðraði svo  vel þennan dag. Daginn áður hittumst við einnig úti og snæddum íspinna og sungum.

Í lok júní kom góð heimsókn alla leið frá Seattle, en það var saxafónleikari á leið í Evrópureisu. Hann kíkti við á 5. hæðinni, spilaði og smitaði fólk með gleði sinni.

Í vor sáðum við nokkrum fræjum og forræktuðum  innandyra. Svo í júní fengum við myndarlegan ræktunarkassa sem stendur í garðinum okkar. Í kassann fóru jarðaberjaplöntur, gulrætur, minta, radísur, klettasalat, graslaukur og salat. Einn...

Í dag mánudaginn 30. maí þreyttum við Kvennahlaup ÍSÍ hér í Skjóli. Við fengum 2 herra í að aðstoða okkur við að ýta hjólastól og dreifa verðlaunapeningum. Við vörum mjög heppin með veður, sól og blíða. Einnig fengum við hva...

Við héldum hinn árlega hattadag föstudaginn var þann 20. maí. Flest allir klæddust mismunandi höttum sem gaf tilverunni líf og lit. Svo eftir hádegi kom Gerðubergskórinn í heimsókn og söng fyrir okkur. Það var mikið um húllumhæ og þeg...

Spurt og svarað ????? Er liður sem er orðinn fastur hjá okkur og vinsæll. Spurningum er kastað yfir hópinn og svo svara þeir sem geta. Skemmtilegar umræður skapast í kringum spurningarnar og margt sem rifjast upp. Sem sagt mikil fræðsla í le...