Við héldum vorgönguna okkar sem er orðin árleg nú, íð síðustu viku. Við hittumst í anddyrinu og gengum einn hring í kringum húsið. Nokkrir fóru aðeins lengri leið. Þar sem var yndislegt veður í garðinum okkar þá settumst við þar ...

Ath við verðum með kaffihúsastemningu í salnum á 2. hæð miðvikudaginn 5. júní. Kaffi og vöfflur með sultu og rjóma til sölu. Einnig verða munir frá vinnustofu til sölu. Ítarlegri auglýsing kemur á næstu dögum.

Þessa vikuna hafa börn úr Laugarnesskóla komið í heimssókn. Á mánudaginn komu nokkrir drengir og spiluðu við nokkra heimilismenn. Í dag miðvikudaginn 22. maí komu nokkur börn og voru með og hjálpuðu til í vinnustofunni. Á morgun koma n...

Keypt voru 38 ný rúm í hús og var mikið um að vera að koma þeim saman og upp á hæðir. Spurning hvort að fólk náist fram úr eftir að sofa í nýju rúmunum. 😉

Við héldum upp á öskudaginn með höttum á höfði og mikill stæll á fólki. Tekinn var leikþáttur um Rauðhettu og úlfinn. Svo komu félagar úr Raddbandafélagi Reykjavíkur og tóku nokkur lög fyrir okkur. Hér koma nokkrar myndir af deginum...

Það er búið að vera nóg að gera núna í janúar í Iðjuþjálfun og félagsstarfinu. Söngur, Dans, bíó, bingó, spurt og svarað og vöfflubakstur á 6. hæð. Einnig hefur verið mikið brallað í vinnustofunni.