Við héldum aðventuhátíð fimmtudaginn 6. desember. Sr. Sigurður Jónsson flutti ávarp. Svo söng Regína Ósk söng nokkur lög undir gítarleik eiginmanns síns, sigursveins. Við áttum góða stund saman.

  Nokkrir af 3. og 4. hæð komu að jólabakstri  5. desember. Við hlustuðum á jólalög, mótaðar voru kúlur úr engiferdeigi og spesíum. Egg herslihnetur og súkkulaði var sett á spesíurnar. Kökuilmur í lofti.

Töframáttur tónlistar er tónleikaröð á Kjarvalsstöðum sem Gunnar Kvaran og Brynhildur Auðbjargardóttir sjá um. Styrktaraðilar eru: Garðabær, Kjarvalsstaðir, Reykjavíkurborg, Sorpa, Tónlistarsjóður og Öryrkjabandalag Íslands. 5. nóve...

Við settum lokapunktinn á afmælisárið okkar og ekki af verri endanum. Við fengum forseta vorn Guðna Th. Jóhannesson í heimsókn. Einnig kom kór Laugarnessskóla að syngja ásamt stjórnanda sínum Hörpu Þorvaldsdóttur. Svo spilaði Svavar Kn...