28. nóvember héldum við basar þar sem margir hlutir sem búnir voru til á vinnustofunni á árinu, voru til sölu. Einnig vorum við með kaffihúsastemningu þar sem kaffi og vöfflur voru til sölu. 2 stöllur úr Laugaskjóli sáu um baksturinn.

Starfsmenn Íslandsbanka unnu að góðgerðarverkefni og hekluðu sjöl til að gefa ýmsum stofnunum og heimilum. Við fengum nokkur litrík og falleg sjöl að gjöf, sem koma að góðum notum í salnum þegar napurt er úti og kuldinn laumar sér inn...