Við héldum hinn árlega hattadag föstudaginn var þann 20. maí. Flest allir klæddust mismunandi höttum sem gaf tilverunni líf og lit. Svo eftir hádegi kom Gerðubergskórinn í heimsókn og söng fyrir okkur. Það var mikið um húllumhæ og þegar mest var, þá var um 70 gestir í salnum og um 25 manns voru í kórnum. Sem sagt þröngt setið en gleðin var við völd.