Að morgni miðvikudags fór fríður hópur út að taka upp kartöflur og svo daginn eftir fimmtudaginn 31. ágúst vorum við með uppskeruhátíð. Söngvarinn Ragnar Bjarnason og undirleikari hans Þorgeir Ástvaldsson komu og héldu fjörinu uppi. Að lokum fengu allir nýuppteknar kartöflur með smá smjörklípu að smakka.