Í gær miðvikudaginn 5. júní vorum við með kaffihúsastemningu í salnum þar sem hægt var að kaupa nýbakaða vöfflu með rjóma og sultu ásamt kaffi, setjast niður og eiga huggulega stund. Í vinnustofunni voru munir til sölu sem hafa verið unnir hér af heilmilismönnum s.l vetur. Enn þá eru munir til og hægt að kíkja við, skoða og kaupa 😉 Ágóðann notum við í Félagsstarfið við að kaupa skemmtikrafta og þess háttar.