Markmið hjúkrunar:

  • Veita persónulega þjónustu á faglegan og ábyrgan hátt.
  • Tryggja vellíðan og öryggi íbúa, standa vörð um sjálfvirðingu og ákvörðunarrétt þeirra.
  • Aðstoða íbúa við að aðlagast breyttum aðstæðum í heimilislegu umhverfi.
  • Viðhalda sjálfsbjargargetu og færni með líkamlegri og andlegri þjálfun.
  • Stuðla að góðu og persónulegu sambandi við ættingja.

Hjúkrunaráætlun er unnin af hjúkrunarfræðingum í samvinnu við íbúa og aðstandendur þeirra og tengist hún markmiðum og gildum hjúkrunar á Skjóli. Við lífslok eru tryggð ákveðin gæði í hjúkrun og meðferð íbúa og unnið með þverfaglegt meðferðarferli fyrir deyjandi, MÁD – Meðferðaráætlun fyrir deyjandi sjúklinga. Reglulega er metið ástand og þarfir einstaklingsins og aðstandendum er veittur stuðningur og fræðsla fyrir og eftir andlát.

Hjúkrunarheimilið Skjól stefnir ávallt að því að vera í fremstu röð meðal hjúkrunarheimila. Markmiðið er að veita íbúum ávallt bestu mögulega þjónustu á hverjum tíma og vera aðlaðandi starfsvettvangur.

Gildi hjúkrunar:

VIRÐING – VELLÍÐAN – VIRKNI

Nánar um gildi hjúkrunar hjá Skjóli

Forstöðumaður hjúkrunar á Skjóli er Íris Dögg Guðjónsdóttir

Hér að neðan er hægt að nálgast nánari upplýsingar um deildir og svið hjúkrunar hjá Skjóli:

3. hæð | 4. hæð | 5. hæð | 6. hæð | Laugaskjól


3. hæð

Heimilisdeild fyrir 29 einstaklinga, staðsett á á 3. hæð. Deildin skiptist í tvo hluta, annars vegar austurgang þar sem eru tíu einbýli og fimm tvíbýli og hins vegar vesturgang, þar eru sjö einbýli og eitt tvíbýli. Setu- og borðstofur eru á báðum einingum. Þar gefst kostur á fjölþættu félagsstarfi og þjálfun fyrir íbúana. Við deildina er góð aðstaða sem gefur möguleika á útiveru.

Vaktsími: 522 5630
Sími deildarstjóra: 522 5631
Netfang: 3haed@skjol.is

 


4. hæð

Heimilisdeild fyrir 29 einstaklinga, staðsett á á 4. hæð. Deildin skiptist í tvo hluta, annars vegar austurgang þar sem eru tíu einbýli og fimm tvíbýli og hins vegar vesturgang, þar eru sjö einbýli og eitt tvíbýli. Setu- og borðstofur eru á báðum einingum. Þar gefst kostur á fjölþættu félagsstarfi og þjálfun fyrir íbúana. Á deildinni eru góðar svalir auk þess er fallegt útsýni frá deildinni.

Vaktsími: 522 5640
Sími deildarstjóra: 522 5641
Netfang: 4haed@skjol.is

 


5. hæð

Heimilisdeild fyrir 29 einstaklinga, staðsett á á 5. hæð. Deildin skiptist í tvo hluta, annars vegar austurgang þar sem eru tíu einbýli og fimm tvíbýli og hins vegar vesturgang, þar eru sjö einbýli og eitt tvíbýli. Setu- og borðstofur eru á báðum einingum. Þar gefst kostur á fjölþættu félagsstarfi og þjálfun fyrir íbúana. Á deildinni eru góðar svalir auk þess er fallegt útsýni frá deildinni.

Vaktsími: 522 5650
Sími deildarstjóra: 522 5651
Netfang: 5haed@skjol.is

 


6. hæð

Deildin 6. hæð er sérhæfð fyrir einstaklinga með heilabilun á fyrri stigum sjúkdóma. Deildin er ætluð þeim einstaklingum sem ekki geta lengur búið heima og nýtt sér þau úrræði sem í boði eru. Þar eru tíu einbýli og eru íbúar tíu talsins. Á deildinni er setustofa og góð borðstofa þaðan með góðu aðgengi út á þaksvalir. Frá herbergjum íbúa sem og deildinni allri er einstakt útsýni.

Vaktsími: 522 5660
Sími deildarstjóra: 522 5661
Netfang: 6haed@skjol.is

 


Laugaskjól

Laugaskjól er hjúkrunarsambýli fyrir einstaklinga með heilabilun á fyrri stigum. Húsið er í eigu Reykjavíkurborgar og er rekið sem ein deilda Skjóls. Deildin er ætluð þeim einstaklingum sem ekki geta lengur búið heima og nýtt sér þau úrræði sem í boði eru. Íbúar eru níu talsins og búa allir á einbýlum. Húsið er tveggja hæða. Á efri hæðinni er góð borðstofa ásamt setustofu, auk þess er setustofa á neðri hæðinni þar sem gengið er út í skjólsælan og góðan garð. Húsið er staðsett í fögru umhverfi við Laugardalinn og góð aðstaða til útiveru. Þegar sambýlisformið hentar ekki lengur á fólkið tryggan aðgang að Skjóli. Einnig er sá möguleiki að fara tímabundið þangað ef um önnur veikindi er að ræða sem talin eru geta gengið yfir.

 

Íbúum stendur til boða öll sú þjónusta sem veitt er á Skjóli, einnig geta íbúarnir sótt þá viðburði sem haldnir eru.
Bílstjóri heimilisins sér um flutning á milli staða.

Vaktsími: 522 5691
Sími á deild: 522 5690
Netfang: laugaskjol@skjol.is