Við héldum Þorragleði með pompi og prakt 6. febrúar s.l. Hjördís Geirsdóttir kom ásamt tveimur stöllum og héldu þær uppi fjörinu. Á eftir var boðið upp á súra punga, – sviðasultu og hákarl. Þessu var hægt að renna niður með íslensku brennivíni, sérríi og svo auðvitað íslensku vatni.







