Það hefur verið tekin ákvörðun um að innleiða Workplace á Eir, Skjól og Hömrum sem mun þjóna hlutverki innri-vefs stofnunarinnar.

Hér er smá örkynning á Workplace til að gera skil á notagildi þess og eiginleikum:

 1. Hvað er Workplace?
  Workplace er samskiptamiðill fyrir vinnustaði. Workplace byggir á sömu eiginleikum og viðmóti og Facebook, enda er hugbúnaðurinn framleiddur af sama aðila. Workplace-lausnin er sérsniðin fyrir umhverfi fyrirtækja og stofnana. Meginmunurinn á Workplace og Facebook er sá að Facebook er opið fyrir allan heiminn á meðan að Workplace er aðeins opið fyrir starfsmenn stofnunarinnar. Utanaðkomandi geta því ekki tengst okkur. Workplace er því tilvalinn innri-vefur og vinnutól sem mun nýtast öllum starfsmönnum stofnunarinnar og bæta upplýsingaflæði á milli heimila og deilda.
 2. Hvernig virkar Workplace?
  Workplace er annars vegar veflausn, sem keyrir í vafra (browser) og hins vegar app fyrir bæði Apple IOS og Android sem má finna App Store eða Play Store. Kjarnavirkni Workplace felst í hópum, fréttum og samtölum með texta, hljóði og/eða mynd, viðburðum, könnunum og skjalasamskiptum. Við gerum því ráð fyrir að allir munu geta tengst Workplace og virkjað aðgang sinn þegar kemur að innleiðingu.
 3. Tengist Facebook-ið mitt Workplace?
  Nei. Þó svo að það séu sömu framleiðendur á bak við þessi forrit þá tengjast miðlarnir ekki. Það þarf að útbúa sérstakan Workplace prófíl fyrir hvern og einn starfsmann áður en hann getur tengst Workplace.
 4. Hvers vegna ætlum við að innleiða Workplace?
  Við teljum þörf á að auka samskipti og upplýsingaflæði hjá stofnuninni á milli allra aðila. Við teljum þetta einnig góða leið til að færa fólk nær hvort öðru. Workplace mun gera öllu starfsfólki kleift að miðla fréttum og fjölbreyttum upplýsingum í eigin hópum (grúppum). Starfsfólk verður eindregið hvatt til að taka virkan þátt í fréttamiðlun í sínum grúppum, í máli og myndum
 5. Hvað verður um Facebook hópa sem tengjast vinnunni? Deildarstjórar og yfirmenn verða hvattir til að loka öllum slíkum hópum á Facebook og á öðrum samfélagsmiðlum og færa þá inn í Workplace. Þar munu stjórnendur koma skilaboðum áleiðis til starfsmanna, aukavaktir auglýstar og margt, margt fleira.
 6. Hvenær og hvernig mun ég skrá mig inn á Workplace?
  Starfsfólk mun fá tölvupóst með kóða til að virkja notanda sinn á Workplace. Sjá leiðbeiningar hér.
 7. Við starfslok lokast fyrir aðgang
  Workplace-hópar (grúppur) munu því einvörðungu innihalda núverandi starfsfólk stofnunarinnar.
 8. Workplace er vinnutól
  Workplace er fyrir málefni sem tengjast vinnustaðnum, starfsfólki og áhugamálum eins og þau tengjast vinnunni. 
  Workplace er ekki fyrir persónuleg málefni eða skoðanir okkar á mönnum og málefnum hversdagsins. Sýnum skynsemi.