Á þessum skrýtnu tímum höfum við í félagsstarfi, iðju- og sjúkraþjálfun, fundið leiðir að fara með okkar starf upp á deildir. Allt okkar starf hefur farið fram inn á deildum. Lestur, söngur, spurningaþættir, framhaldssaga, söngur, landkynning, bingó og fleira. Leikfimi og ýmisskonar þjálfun hefur verið uppi einnig. Hjólin úr sjúkraþjálfun voru flutt upp og sett við stóra gluggann í matsalnum og ekki leiðinlegt að hjóla með útsýni yfir Faxaflóann. Á föstudögum höfum við streymt söngstund í sjónvörpin á hæðunum. Nýverið fengum við sr. Sigurð í Áskirkju með okkur í lið að streyma helgistundum til heimilismanna. 

Hver hæð fékk spjaldtölvu fljótlega eftir að húsið lokaði til að hjálpa til við myndræn símtöl til fjölskyldumeðlima. Það var líka mikil tilbreyting hjá heimilismönnum þegar hárgreiðslan opnaði aftur í húsi.