Kæru aðstandendur

Samráðshópur á vegum Landlæknisembættisins hefur sent hjúkrunarheimilum tillögur að ráðstöfunum til að grípa til þess að vernda íbúa. Við þurftum að aðlaga fyrri takmarkanir aðeins að þessum leiðbeiningum. Breytingarnar eru feitletraðar: 

Ákveðið hefur verið að takmarka þann fjölda sem kemur inn á heimilin á hverjum tíma á þann hátt að aðeins má einn aðstandandi  heimsækja hvern íbúa á degi hverjum og ekki börn undir 14 ára aldri.

Heimsóknarreglur:

  • Aðeins einn aðstandandi má heimsækja hvern íbúa hverju sinni. Biðlað er til aðstandenda velja einhvern einn sem heldur sig í hálfgerðri sjálfskipaðri sóttkví, ef hægt er.
  • Heimsóknargestir eru beðnir að gæta ítrasta hreinlætis og spritta hendur sínar í upphafi heimsóknar og í hvert sinn sem hann þarf að snerta sameiginlega fleti.
  • Heimsóknagestir fara stystu leið beint inn á herbergi íbúans eins og kostur er.
  • Vinsamlegast virðið 2ja metra regluna
  • Að lokum eru heimsóknagestir beðnir um að fara stystu leiðina út og snerta sem minnst sameiginlega snertifleti.

**ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir;

  1. eru í sóttkví
  2. eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
  3. hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
  4. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

**ATHUGIÐ: Þessar reglur verða endurskoðaðar eftir þörfum og eru því birtar með fyrirvara um breytingar.

Með kærri kveðju,
Sýkingavarnateymi Eirar, Skjóls og Hamra