Í dag, þriðjudag, voru settar nýjar reglur um sóttvarnir sem gilda til 12. janúar. Margir aðstandendur hafa spurt hvernig jólahaldi verði háttað á Skjóli og hvort óhætt sé að íbúar fari út af heimilinu. Á föstudaginn, 11. desember verður fundur í samráðshópi sóttvarnarlæknis um hjúkrunarheimili. Öðru hvoru megin við helgina koma því nýjar leiðbeiningar sem við munum birta eins fljótt og auðið er. Við vinnum að því saman að gera aðventuna og jólin góðan, gefandi og innihaldsríkan tíma. Hvaða tilslakanir sem verða gerðar óskum við enn og aftur eftir því að við hjálpumst að við að gæta okkar, þvo hendur, spritta, virða fjarlægðarmörk og forðast hópamyndanir. Þannig komumst við í gegnum þennan tíma saman og náum því markmiði sem við höfum sett okkur, að halda veirunni utan Skjóls. Við biðjum þá sem hafa flensueinkenni, höfuðverk, beinverki, slappleika, hita o.þ.u.l. að fresta heimsókn sinni á Skjól. Enn gilda sömu reglur varðandi heimsóknir. Þær eru heimilar tvisvar í viku, klukkustund í senn og getur hver íbúi fengið heimsókn tveggja aðstandenda, hvor sinn daginn.