Á Skjóli verða heimsóknir heimilar um jólin sem hér segir:
Aðfangadagur, jóladagur og annar í jólum: Tveir gestir mega koma og stoppa í allt að 2 klst. á bilinu 13:00-17:30 og 19:30-22:00.
Athugið að þetta eru sömu tveir gestirnir alla dagana.
Gestir verða að hringja á undan sér og skrá sig á deildinni þegar þeir koma. Allir gestir verða að koma með andlitsgrímu, gæta að tveggja metra reglunni, handþvotti og spritti.
Gestir fara stystu leið inn á herbergi íbúa og stystu leið út aftur að heimsókn lokinni. Ekki er heimilt að dvelja í sameiginilegum rýmum.
Sem fyrr er fólk beðið að koma alls ekki í heimsókn sé það kvefað eða með flensueinkenni eins og hita, slappleika, hósta eða þ.u.l.
Hjálpumst að við gera jólin 2020 eins gleðileg og kostur er.