Á morgun, fimmtudaginn 21. janúar, verður seinni bólusetning íbúa á Skjóli vegna Covid-19. Fyrri bólusetningin gekk mjög vel og urðu engin veikindi á íbúum í kjölfarið. Eftir sem áður verður fylgst vel með íbúum eftir bólusetningu. Flensulík einkenni eru oft fylgifiskur bólusetninga en þau ganga yfirleitt fljótt yfir. Eftir um það bil viku hefur bóluefnið náð fullri virkni. Þar sem allir íbúar verða bólusettir sama daginn og talsverður undirbúningur er í kringum bólusetninguna hefur verið ákveðið að heimsóknir verði ekki heimilar á morgun.

Frá og með föstudeginum verða áfram tvær heimsóknir leyfðar á viku eina klukkustund í senn. Breytingar á reglum um takmörkun heimsókna verða auglýstar síðar. Enn sem komið er hefur starfsfólk ekki verið bólusett og því mun starfsfólk halda áfram að vera með grímur. Fólk með hálssærindi, hita, slappleika, beinverki eða önnur flensulík einkenni er beðið um að fresta heimsókn sinni á Skjól. Munum áfram góðan handþvott, spritt, tveggja metra regluna og andlitsgrímur.

Gangi okkur öllum vel!