Næstkomandi fimmtudag, 11. febrúar, verða starfsmenn Skjóls bólusettir gegn Covid-19. Þetta er fyrri bólusetningin af tveimur en seinni bólusetningin verður eftir þrjá mánuði. Það hyllir því undir afléttingu samkomutakmarkana á Skjóli sem er gleðiefni. Þeir íbúar sem fengu fyrri bólusetninguna í janúar verða bólusettir í næstu viku. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.