Reykjavík, 5. mars 2021

Eir hefur ráðið til starfa Eybjörgu Hauksdóttur sem framkvæmdastjóra Eir öryggisbúða auk þess sem Eybjörg mun sinna rekstrar- og stjórnunarverkefnum fyrir Eir, Skjól og Hamra hjúkrunarheimili.

Eybjörg er með BA og MA gráður í lögfræði frá Háskóla Íslands og með réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi. Síðustu sex ár hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Þar stýrði hún kjaranefnd samtakanna í fimm ár og sat í samninganefndum samtakanna þegar gerðir voru heildstæðir þjónustusamningar um starfsemi hjúkrunarheimila landsins. Áður starfaði hún m.a. sem lögmaður hjá Libra lögmönnum.

Eybjörg mun hefja störf þann 1. júní nk.