Við vorum með basar og kaffihúsastemningu miðvikudaginn 20. nóvember. Virkilega vel lukkað. Enn eru munir til sölu og velkomið að kíkja inn á vinnustofu og skoða. Verið velkomin.
Jólabakstur var haldinn 8. og 9. desember. Þar voru bakaðar 2 tegundir og afraksturinn borðaður ásamt heitu súkkulaði með rjóma.
Margir voru komnir saman þann 4. desember þegar séra Sigurður og Þorvaldur Halldórsson héldu aðventustund inn í andyri.