Hjúkrunaráætlun er unnin af hjúkrunarfræðingum í samvinnu við íbúa og aðstandendur þeirra og tengist hún markmiðum og gildum hjúkrunar á Skjóli. Við lífslok eru tryggð ákveðin gæði í hjúkrun og meðferð íbúa og unnið með þverfaglegt meðferðarferli fyrir deyjandi, LCP – Liverpool Care Pathway. Reglulega er metið ástand og þarfir einstaklingsins og aðstandendum er veittur stuðningur og fræðsla fyrir og eftir andlát.
Hjúkrunarheimilið Skjól stefnir ávallt að því að vera í fremstu röð meðal hjúkrunarheimila. Markmiðið er að veita íbúum ávallt bestu mögulega þjónustu á hverjum tíma og vera aðlaðandi starfsvettvangur.
VIRÐING – VELLÍÐAN – VIRKNI
Nánar um gildi hjúkrunar hjá Skjóli
Forstöðumaður hjúkrunar er Guðný H. Guðmundsdóttir
Hér að neðan er hægt að nálgast nánari upplýsingar um deildir og svið hjúkrunar hjá Skjóli:
3. hæð | 4. hæð | 5. hæð | 6. hæð | LaugaskjólHeimilisdeild fyrir 29 einstaklinga, staðsett á á 3. hæð. Deildin skiptist í tvo hluta, annars vegar austurgang þar sem eru tíu einbýli og fimm tvíbýli og hins vegar vesturgang sem er sérhæfð eining fyrir fólk með heilabilun. Þar eru sjö einbýli og eitt tvíbýli. Setu- og borðstofur eru á báðum einingum. Þar gefst kostur á fjölþættu félagsstarfi og þjálfun fyrir íbúana. Við deildina er góð aðstaða sem gefur möguleika á útiveru.
Vaktsími: 522 5630
Sími deildarstjóra: 522 5631
Netfang: 3haed@skjol.is
Heimilisdeild fyrir 29 einstaklinga, staðsett á á 4. hæð. Deildin skiptist í tvo hluta, annars vegar austurgang þar sem eru tíu einbýli og fimm tvíbýli og hins vegar vesturgang sem er sérhæfð eining fyrir heilabilaða. Þar eru sjö einbýli og eitt tvíbýli. Setu- og borðstofur eru á báðum einingum. Þar gefst kostur á fjölþættu félagsstarfi og þjálfun fyrir íbúana. Á deildinni eru góðar svalir auk þess er fallegt útsýni frá deildinni.
Vaktsími: 522 5640
Sími deildarstjóra: 522 5641
Netfang: 4haed@skjol.is
Heimilisdeild fyrir 29 einstaklinga, staðsett á á 5. hæð. Deildin skiptist í tvo hluta, annars vegar austurgang þar sem eru tíu einbýli og fimm tvíbýli og hins vegar vesturgang sem er sérhæfð eining fyrir heilabilaða. Þar eru sjö einbýli og eitt tvíbýli. Setu- og borðstofur eru á báðum einingum. Þar gefst kostur á fjölþættu félagsstarfi og þjálfun fyrir íbúana. Á deildinni eru góðar svalir auk þess er fallegt útsýni frá deildinni.
Vaktsími: 522 5650
Sími deildarstjóra: 522 5651
Netfang: 5haed@skjol.is
Deildin 6. hæð er sérhæfð fyrir einstaklinga með heilabilun á fyrri stigum sjúkdóma. Deildin er ætluð þeim einstaklingum sem ekki geta lengur búið heima og nýtt sér þau úrræði sem í boði eru. Þar eru átta einbýli og eitt tvíbýli og eru íbúar tíu talsins. Á deildinni er setustofa og góð borðstofa þaðan með góðu aðgengi út á þaksvalir. Frá herbergjum íbúa sem og deildinni allri er einstakt útsýni.
Vaktsími: 522 5660
Sími deildarstjóra: 522 5661
Netfang: 6haed@skjol.is
Laugaskjól er hjúkrunarsambýli fyrir einstaklinga með heilabilun á fyrri stigum. Húsið er í eigu Reykjavíkurborgar og er rekið sem ein deilda Skjóls. Deildin er ætluð þeim einstaklingum sem ekki geta lengur búið heima og nýtt sér þau úrræði sem í boði eru. Íbúar eru níu talsins og búa allir á einbýlum. Húsið er tveggja hæða. Á efri hæðinni er góð borðstofa ásamt setustofu, auk þess er setustofa á neðri hæðinni þar sem gengið er út í skjólsælan og góðan garð. Húsið er staðsett í fögru umhverfi við Laugardalinn og góð aðstaða til útiveru. Þegar sambýlisformið hentar ekki lengur á fólkið tryggan aðgang að Skjóli. Einnig er sá möguleiki að fara tímabundið þangað ef um önnur veikindi er að ræða sem talin eru geta gengið yfir.
Íbúum stendur til boða öll sú þjónusta sem veitt er á Skjóli. Einnig geta íbúarnir sótt þá viðburði sem haldnir eru. Bílstjóri heimilisins sér um flutning á milli staða.
Vaktsími: 522 5691
Sími deildarstjóra: 522 5690
Netfang: laugaskjol@skjol.is
Læknisþjónusta
Læknisþjónusta í Skjóli er veitt af sérfræðingum í öldrunarlækningum eða heimilislækningum. Hver heimilismaður hefur sinn deildarlækni.
Í Skjóli er veitt læknisþjónusta alla daga ársins. Þjónustan er veitt með fastri vikulegri heimsókn deildarlæknis og styttri heimsóknum annarra lækna heimilisins virka daga, vaktlækna aðra daga ársins með heimsóknum og bakvöktum. Vaktþjónusta er rekin allan sólarhringinn í tengslum við hjúkrunarheimilin Eir og Hamra.
Á hverri deild er haldinn vikulegur fundur með hjúkrunarfólki og öðrum aðilum eftir atvikum þar sem lögð er áhersla á sameiginlega lausn á vanda heimilisfólksins. Þá eru haldnir fjölskyldufundir með heimilismönnum og aðstandendum þeirra á fyrstu mánuðum dvalar og síðan endurtekið eftir aðstæðum og þörfum.
Við breytingu á líðan íbúa er meginstefnan að meðhöndla veikindi á heimilinu og líkna og hjúkra heimilismönnum innan veggja þess.
Læknar ráðleggja meðferð í samráði við sjúkling og/eða aðstandendur hans. Með hliðsjón af læknisfræðilegu mati, vilja og óskum einstaklingsins er leitast við að veita læknisþjónustu sem er sniðin að þörfum hans og miðar að bættri heilsu og góðri líðan. Læknar heimilisins beina íbúum í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun í ljósi heilsufars þeirra.
Tannlæknir kemur reglulega á heimilið.
Framkvæmdastjóri lækninga er Sigurbjörn Björnsson.
Læknar einstakra heimilisdeilda:
Heilbrigðisgagnafræðingur er Sigríður Björk Sigurðardóttir.
Sjúkraþjálfun
Sjúkraþjálfunin er staðsett á annarri hæð beint á móti aðalinngangi á Skjóli. Þar er tækjasalur og herbergi með æfingabekkjum, þar sem veitt er bakstrameðferð og hljóðbylgjur m.m..
Markmið sjúkraþjálfunar er að bæta líðan og lífsgæði íbúa Skjóls með markvissri þjálfun og er séð til þess að sem flestir njóti hreyfingar sem oftast. Heimilismenn fá æfingar við hæfi hvers og eins með aðstoð sjúkraþjálfara og aðstoðarmanns. Að auki er boðið upp á einstaklingsmeðferð t.d. verkjameðferð fyrir þá sem þurfa.
Sjúkraþjálfarari og aðstoðarmaður fara einnig út á deildarnar og eru þar með gönguæfingar og kreppuvarnir. Sundþjálfun í sundlaug Hrafnistu hefur verið í boði, en vegna viðgerða er sundlaugin lokuð sem stendur. Sjúkraþjálfarari annast útvegun hjálpartækja. Sjúkraþjálfari er reglulega með fræðslu fyrir starfsfólk Skjóls varðandi líkamsbeitingu og vinnuvernd.
Sjúkraþjálfunin er opin mánudaga til fimmtudaga frá 8:00-16:30 og föstudaga frá 8:00-14:00
Sími: 522 5671
Sjúkraþjálfari Skjóls er Margrét Garðarsdóttir
Netfang: magga@skjol.is
Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara er Kristín Daníelsdóttir.
Iðjuþjálfun og félagsstarf
Iðjuþjálfun og félagsstarf á hjúkrunarheimilinu Skjóli hefur það að markmiði að veita íbúum heimilisins tækifæri til þátttöku í þeirri iðju sem hefur þýðingu fyrir þá og veitir þeim lífsfyllingu. Boðið er upp á einstaklingsþjálfun sem og hópaþjálfun þar sem iðja er höfð í forgrunni. Iðjuþjálfar sjá einnig um hjálpartæki, ásamt sjúkraþjálfara, m.a. meta þörf fyrir hjólastóla og sessur í þá.
Markmið iðjuþjálfunar er að auka þátttöku, viðhalda og/eða efla færni einstaklings í þeirri iðju sem hann hefur áhuga á og vilja og geta framkvæmt.
Á deildinni starfa 3 starfsmenn, 2 iðjuþjálfar og umsjónarmaður félagsstarfs.
Starfsemin fer ýmist fram í vinnustofu iðjuþjálfunar eða á deildum íbúa.
Mikið og virkt félagsstarf er í húsinu þar sem reglulega eru haldnar skemmtanir og ýmsar uppákomur á sal. Vikulega er m.a. bingó og söngstund og er ávalt góð mæting.
Markmið félagsstarfsins er að gefa tækifæri til þátttöku til að auka lífsgæði, val, sjálfstæði og gleði.
Samvinna er við Háskólann á Akureyri um vettvangsnámspláss í iðjuþjálfun.
Iðjuþjálfar Skjóls eru:
Lilja Ingvarsdóttir
Netfang: lilja@skjol.is
Thelma Karen Kristjánsdóttir.
Netfang: thelmak@skjol.is
Umsjónarmaður félagsstarfs er:
Unnur Brynja Guðmundsdóttir
Netfang: unnurbrynja@skjol.is
Símanúmer iðjuþjálfunar er 522-5673.
Yfiriðjuþjálfi er:
Ása Lind Þorgeirsdóttir
Netfang: asalind@eir.is
Fótaaðgerðarstofa
Fótaaðgerðarstofa þar sem íbúar geta keypt þjónustu frá fótaaðgerðafræðingi.
Fótaaðgerðafræðingur sérhæfir sig í meðhöndlun fótameina. Eins er boðið upp á persónulega ráðgjöf um fótahirðu, val á skóm, innleggjum, kremurm o.fl.
Fótaaðgerðafræðingur er Lovísa jónsdóttir.
Tímapantanir í síma 896-0871.
Hárgreiðslustofa
Hárgreiðslustofa þar sem íbúar geta keypt þjónustu frá fagaðilum.
Á hárgreiðslustofunni býðst ýmis þjónusta svo sem hárlagning, hárlitun, permanent og klipping fyrir dömur og herra. Heimilismenn greiða sjálfir fyrir þessa þjónustu.
Stofan er opin fimmtudaga og föstudaga en þegar hátíð er framundan er dögum breytt með tilliti til þess.
Tímapantanir eru gerðar í samráði við starfsmenn á hverri deild fyrir sig.
Eldhús
Eldhúsið er staðsett að Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík og er miðlægt framleiðslueldhús Eirar, Skjóls og Hamra hjúkrunarheimila og öryggisíbúða í Eirarhúsum og Eirhömrum. Boðið er upp á fjölbreyttan og hollan heimilismat í mötuneytum fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna, öryggisíbúðanna sem og fyrir starfsmenn og gesti, sbr. útgefna matseðila. Næringarfræðingur veitir ráðgjöf um samsetningu máltíðanna.
Eldað er eftir 8 vikna rúllandi matseðlum með tilfallandi breytingum en að jafnaði eru eldaðir um 550 matarskammtar í hvert mál. Tvö kvöld í viku er heimilsfólki boðið upp á fullkomana máltíð, heitan eðan kaldan mat. Önnur kvöld er borinn fram léttari matur, brauð með áleggi ásamt grautum eða súpum.