Prenta síðu

 

 

 

Sign Up Now

 

KYNNTU ÞÉR ÞÆGINDIN SEM ÖRYGGISÍBÚÐIR EIRAR BJÓÐA UPP Á…

Eir býður upp á vandaðar íbúðir og húsnæði með það að markmiði að íbúar geti búið sjálfstætt og verið sem lengst heima með aðgengi að öryggi og þjónustu ef þörf er á í samræmi við þarfir flestra. Öryggisíbúðir Eirar eru um 200 talsins og staðsettar á þrem stöðum í Grafarvogi og í Mosfellsbæ.

  • Eirarhús, Hlíðarhúsum 3 -5, 112 Reykjavík.
  • Eirhamrar, Hlaðhömrum 2, 270 Mosfellsbæ.
  • Eirborgir, Fróðengi 1 – 11, 112 Reykjavík.

Öryggisíbúðirnar eru fjölbreyttar að stærð og skipulagi þar sem lögð er áhersla á gott aðgengi í notarlegu og friðsælu umhverfi.

Í íbúðunum eru vandaðar innréttingar. Eldhúsið er vel búið nauðsynlegum tækjum, innréttingar klæddar eik eða kirsuberjaviði, stálvaskar, bakarofnar og eldavélar. Tilheyrandi geymslur eru í íbúðunum eða í sameign.

 

Baðherbergi eru innréttuð með öryggi íbúa í fyrirrúmi. Veggir eru klæddir línóleumdúk og öryggisdúkar á gólfum. Gott pláss er fyrir eigin þvottavél og þurrkara íbúa en einnig er sameiginlegt þvottahús sem þeir geta nýtt sér.

 

Allar íbúðirnar eru innréttaðar þannig að íbúar eigi auðvelt með að komast á milli herbergja og annarra svæða, svo sem með sérstaklega breiðum dyrum, m.a. hentugt fyrir hjólastóla og göngugrindur auk annarra slíkra hjálpartækja.

 

Allt húsnæði og umhverfi Eirar er sérstaklega sniðið fyrir gestakomur og heimsóknir, t.d. með sérstökum görðum, setustofum, glerskálum. Aðgengi er að fjölþættri félagsaðstöðu, viðburðum og skemmtunum. Hársnyrti- og fótaaðgerðarstofur bjóða upp á þjónustu sína fyrir íbúa öryggisíbúðanna.

Á Eir er öryggið alltaf í fyrirrúmi og áhersla lögð á að allir búi við andlegt og líkamlegt öryggi. Húsin eru vöktuð allan sólarhringinn og sítengt öryggiskerfi er í öllum rýmum íbúðanna. Þannig getur starfsfólk og hjúkrunarfræðingar ætíð brugðist hratt og örugglega við ef eitthvað bjátar á hjá íbúunum.

Ef íbúar þurfa á heimilsaðstoð og eða heimahjúkrun er fagfólk Eirar m.a. til staðar varðandi ráðleggingar og milligöngu um þá þjónustu.

Þeir íbúar sem ekki hafa tök á að matreiða eða vilja taka sér frí frá eigin matseld geta nálgast úrvalsmáltíðir, sem eru í boði matsölum í tengslum við íbúðirnar alla daga vikunnar. Íbúar hafa einnig kost á því að panta sér mat sem komið er með til viðkomandi.

Viðhald á húsnæði og þeim hlutum sem fylgja með íbúðunum frá Eir er á hendi eignaumsýslu Eirar, miðað við eðlilega umgengni og slit. Annað er á hendi íbúanna sjálfra.

Eirarhús

Hlíðarhúsum 3-5, 112 Reykjavík
Skoða eða hlaða niður PDF

Eirhamrar

Hlaðhamrar 2, 270 Mosfellsbæ
Skoða eða hlaða niður PDF

Eirborgir

Fróðengi 1-11, 112 Reykjavík
Skoða eða hlaða niður PDF

UMGJÖRÐ ÖRYGGISÍBÚÐA EIRAR

Öryggisíbúðir Eirar eru ætlaðar einstaklingum eða hjónum sem geta og vilja sinna sínum þörfum sem lengst, en að sama skapi búið við öryggi í formi sólahringsvöktunar og aðkomu fagfólks ef þörf krefur. Markmið þess er að gera íbúum kleift að lifa sem eðlilegustu lífi svo lengi sem kostur er.

Íbúar geta fengið metin aðgang að heimahjúkrun og heimilshjálp með stuðningi hjúkrunarfræðinga Eirar í samráði við velferðarsvið sveitarfélaga.

Ýttu hérna til að skoða – Borgir menningar- og þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Spönginni.

Ýttu hérna til að skoða – Þjónustu fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.