Eir, Hamrar og Skjól hjúkrunarheimili hafa innleitt jafnlaunakerfi sem nær til allra starfsmanna stofnananna og inniheldur jafnréttisáætlun sem jafnlaunastefna heimilanna byggir á.
Tilgangur jafnlaunastefnunnar er að allir starfsmenn hjúkrunarheimilanna njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar samkvæmt ákvæði laga nr. 150/2020 og annarra laga og krafna er snúa að jafnrétti. Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu heimilanna og nær til allra starfsmanna stofnananna.
Forstjóri og framkvæmdastjóri fjármálasviðs bera ábyrgð á jafnlaunakerfi stofnananna. Ábyrgðaraðilar tryggja að jafnlaunastefnan sé í samræmi við ákvæði laga nr. 150/2020 og annarra laga sem og krafna er tengjast launajafnrétti og öðrum jafnréttismálum sé framfylgt. Mannauðsstjóri er verkefnastjóri jafnlaunakerfisins og vinnur ásamt mannauðsráðgjafa að innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012. Mannauðsstjóri sér einnig um rýni, viðhald og stöðugar umbætur á jafnlaunakerfinu.
Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbinda hjúkrunarheimilin sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfis í samræmi við kröfur staðalsins og ákvarða hvernig kröfur hans verða uppfylltar hverju sinni. Heimilin hafa innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum ástæðum.
Jafnlaunamarkmið hjúkrunarheimilanna tímabilið 2023 – 2025 eru eftirfarandi:
Í samræmi við jafnlaunastefnu hjúkrunarheimilanna skuldbinda heimilin sig til að:
Jafnlaunastefna endurskoðuð og samþykkt af framkvæmdaráði þann í mars 2023