Skjól leggur áherslu á að vera góður vinnustaður fyrir alla. Við teljum mannauðinn vera lykilinn að árangri og velgengni í þjónustu okkar og rekstri. Hjá Skjóli starfar fjölbreyttur hópur fólks sem hefur það sameiginlegt að þjónusta íbúa og heimilismenn stofnunarinnar.
Fyrir Skjól hjúkrunarheimili starfa mannauðsstjóri og mannauðsráðgjafi sem hafa það að meginverkefni að veita starfsmönnum og stjórnendum heimilisins stuðning og þjónustu í mannauðstengdum málum. Hlutverk þeirra er einnig að tryggja að mannauðsmarkmiðum stofnunarinnar sé fylgt eftir.
Mannauðsstjóri er Helga Sigurðardóttir:
– netfang: helgasig@eir.is
– sími: 522 5753
Mannauðsráðgjafi er Helga Kolbrún Magnúsdóttir:
– netfang: helgak@eir.is
– sími: 522 5754
Helga Kolbrún er með fasta viðveru á Skjóli á fimmtudögum.
Hjá Skjóli starfa um það bil 150 starfsmenn ýmist í hlutastarfi eða fullu starfi. Öll starfsemi heimilanna grundvallast á þjónustu við íbúa hjúkrunarheimilisins.
Starfsemi stofnunarinnar býður upp á skapandi og skemmtileg störf í nánum samskiptum við samstarfsmenn og íbúa heimilanna.
Skjól hefur það að leiðarljósi að bjóða starfsfólki upp á örvandi starfsumhverfi þar sem möguleikar eru á að þróast og vaxa í starfi.
Starfsmannastefna Skjóls er leiðarljós fyrir stjórnendur og starfsmenn. Öll starfsemi Skjóls grundvallast á þjónustu við íbúa hjúkrunarheimilisins. LESA MEIRA.
Jafnréttisáætlunin er í samræmi við ákvæði laga, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Lögunum er ætlað að tryggja jöfn tækifæri og kjör starfsmanna af báðum kynjum og að allir starfsmenn fái notið sín. Hvers kyns mismunun á grundvelli kynferðis er í andstöðu við jafnréttislögin. LESA MEIRA.
Markmið jafnlaunastefnu Skjóls hjúkrunarheimilis er að allir starfsmenn heimilisins njóti jafna launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar hjá stofnuninni. Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti að launastefnu Skjóls og nær til allra starfsmanna stofnunarinnar.
LESA MEIRA.
Markmið Skjóls er að bjóða upp á öruggan vinnustað þar sem gagnkvæm virðing ríkir meðal starfsmanna og umburðarlyndi er gagnvart fjölbreytileika innan starfsmannahópsins. Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og annað ofbeldi er ekki liðið innan heimilanna. Meðvirkni í einelti, kynferðislegri áreitni eða öðru ofbeldi er einnig fordæmd. Ef upp kemur tilfelli eða grunur um að einelti, kynferðisleg áreitni og/eða annað líkamlegt eða andlegt ofbeldi eigi sér stað á vinnustað skal bregðast við því með viðeigandi hætti.
LESA MEIRA.