Starfsmannafélag Skjóls er með reglulega viðburði og er öllum starfsmönnum Skjóls heimilit að ganga í félagið. Félagsgjöldin eru dregin af launum félagsmanna mánaðarlega eða 500 krónur í hvert skiptið. Við hvetjum alla til að skrá sig í félagið hjá launadeildinni, enda kjörið tækifæri til að kynnast og tengjast samstarfsfólki sínu betur undir skemmtilegum kringumstæðum.

Á Workplace má finna hóp fyrir allt starfsfólk Skjóls sem starfsmannafélagið nýtur sér m.a. til að kynna viðburði og fleira. Hópurinn heitir Starfsmenn Skjóls.

Dæmi um skipulagða viðburði eru: Bocciakeppni, bíó, leikhús, haustferð, jólahlaðborð og fleira.

Netfang félagsins er: starfsmannafelag@skjol.is