SÖGULEGT ÁGRIP

Skjól er rótgróið, faglegt og öflugt hjúkrunarheimili með reyndu og góðu starfsfólki. Skjól var fyrsta hjúkrunarheimilið í Reykjavík sem byggt var frá grunni með hjúkrunarrými eingöngu. Í gegnum árin hafa ýmsar breytingar átt sér stað og áskorun hjúkrunarheimila á hverjum tíma er að standast tímans tönn, fylgjast með rannsóknum, uppfæra starfsaðferðir og leiðir í þjónustu og umönnun íbúa og hafa alltaf virðingu og fagmennsku að leiðarljósi.  Skjól var í byggingu árin 1986-1990 en vígsla fór fram 1. desember 1987. Starfsemin hófst 22. janúar 1988, þá fluttu fyrstu heimilismenn inn á 5. hæðina. Starfsemi á öðrum deildum hófst seinna á árinu 1988 og 1989. Laugaskjól, sambýli fyrir minnissjúka hóf starfsemi í mars 1992 og er enn þann dag í dag eftirsótt úrræði.

Skjól er stofnaðili að hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi.

 

Aðili að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV)

Skjól hjúkrunarheimili  er aðili að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). SFV voru stofnuð þann 24. apríl 2002 og eru flest aðildarfélög samtakanna fyrirtæki sem eru ekki ríkisfyrirtæki og starfa við velferðarþjónustu samkvæmt þjónustusamningi eða öðrum tengdum greiðslum frá ríkinu.

 

 

STOFNENDUR OG AÐILAR SKJÓLS

 

 

GAGNLEGIR TENGLAR