Það eru ýmsar stillingar í boði á Workplace sem ég hvet alla til að skoða. Til að skoða þessar stillingar í vafra smellir maður á myndina af sjálfum sér, niðri í vinstra horni, og velur „Settings“. Í síma appinu velur maður „Valstikuna“ uppi í hægra horni (android) eða niðri í hægra horni (iPhone) og fer neðst á síðuna sem að opnast og velur „Settings“.

Þar er ýmislegt í boði og er það mjög persónubundið hvernig fólk vill stilla Workplace notanda sinn.